laugardagur, júní 25, 2005

Tungan

getur verið Hali til trafala. Best fer á því að hann þegi, en á stundum vill hann reyna að leggja orð í belg (og biðu) er hann hittir annað fólk. Hann hefir stungið upp á því að komið verði spjöldum fyrir í Vinaminni (sennilega svipuð og notuð eru í bridds til sagna?) við allar borðbrúnir og sæti. Viðmælendur hafi þá tiltæk spjöldin og hiki ekki við að beita þeim. Þótt Halur sé litblindur (og sennilega siðblindur einnig) þá þekkir hann oftast nær litina, sem notaðir verða á spjöldin; grænn, gulur, rauður en ekki blár. Hann þarf sérlega að gæta sín ef hann sér gula litinn, þá er öruggast að draga í land, helst þegja; rauður er ávísun í þagnarstúkuna í óákveðinn tíma og grænn verður sjaldséður nema hann taki sig verulega á í tungutakinu. Halur bindur vonir við að þessi meðferð skili honum nokkrum árangri og ekki síst þeim er honum verða að vera nærri, en hingað til hefir hann verið mjög "resistant" á allar meðferðir (slettan notuð viljandi eða meðvitað).

1 Comments:

At 5:58 e.h., Blogger Guðný Pálína said...

Já, ég verð nú að segja það, gulu spjöldin virka bara ansi vel á Hal....

 

Skrifa ummæli

<< Home