Ördeyða
álagsins er merkilegt fyrirbæri, en sjálfsagt þekkja allir landar vorir það í eiginlegri merkingu, ástæður þó misjafnar eins og með allt í lífinu. Ýmis konar merki verða á vegi manns sem hjólar um bæinn; í fyrradag hjólaði Halur eftir karli miðaldra, ef hann sá rétt, og bílskiltið var skemmtilegt. Á því stóð: G og þar fyrir neðan ÖRN. Þetta minnti Hal á tvennt. Í fyrsta lagi görnina í okkur, meltingarveginn, þ.e. görn skepnunnar er gengur upprétt á jörðu hér. Kannski verið karli fjarlægt er hann kom þessu á skiltið. Í öðru lagi minnti þetta Hal á veiðistað í Laxá í Mývatnssveit er heitir Görn eða Görnin, reyndar tveir staðir með slíku nafni. Þar setti Halur í einn afar sterkan og góðan urriða f. nokkrum árum þ. 17da júní en sá dagur verður honum eftirminnilegur alla tíð, bæði sökum veiðinnar og hins að aldrei hefir hann orðið fyrir þvílíku mýbiti á einum degi. Að lokinni veiðiferð gat hann eigi kreppt hnefa. Sundurlaust kannski, en þannig verður það að vera.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home