fimmtudagur, júlí 21, 2005

Kattakonan

hefir verið fjarri Vinaminni og vinum sínum þar, köttunum Mána og Birtu. Það má ljóst vera að líf þeirra verður ekki svipur hjá sjón er hana vantar, þótt aðrir heimilsdrengir reyni allt gott og sérlega sá eldri af drengjunum. Sumir hafa dýratilfinningu í sér, dýrin finna þá og laðast að þeim, liggja á þeim, láta halda á sér, klappa sér eftir eigin geðþótta; kattakonuna leita þeir ávallt uppi og finna. Hún má vart leggjast í sófa eða annars staðar, jafnvel sitja, öðruvísi en þeir koma og bítast um pláss henni hjá eða á. Hún mismunar þeim sjaldan eða aldrei, nema þeir hafi verið óþekkir. Kattakonan er væntanleg heim á morgun og þá verða ekki síst hinir háfættu kettir tveir ánægðir að nýju, þeir sakna hennar greinilega töluvert. Aðrir heimilismenn halda sínu striki og reyna að bera höfuðið hátt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home