miðvikudagur, júlí 20, 2005

Ótrygg

vísindi eru víða; sama hvort átt er við veðurvísindi eða læknisfræði. Hvoru tveggja er afar óáreiðanlegt í sjálfu sér, öfugt við það sem margir halda. Þrátt fyrir allar tölvur og annað, m.a. gervihnetti, sem segja eiga til um veðrið, þá hefur það (hér er reyndar átt við veðurspá!) meira og minna farið fyrir ofan garð og neðan norðan heiða. Ótrúlega einfaldir hlutir geta farið úrskeiðis í læknavísindum en góðu heilli vita fæstir af þessu með tölfræðina, enda óbærilegt að lifa eftir henni. Nú er Halur heldur heim á leið er aftur komin glenna eftir skúr, dumbungur í morgun, sól 3 klst. síðar, hlýtt yfir hádaginn, aftur skýjað og kalsi, sennilega batnandi eftir skúrinn. Þetta fer að minna á kellíngablogg. Killinn sagði e-n tíma að hann væri "vondur í bíó" Halur fer að halda (veit) að hann sé "vondur í bloggi".

2 Comments:

At 11:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

kellingablogg????

 
At 1:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Undirritaður vill gera athugasemdir um veðurfar á Akureyri með því að vitna í ólyginn barnakennara sem hafði það eitt um veðrið þar að segja (og líklega orðinn að kellingu karlgreyið fyrir langa löngu) þegar hann sagði með þannig tón í röddinni að ekki þótti ástæða til að rökræða eftirfarandi fullyrðingu hans nánar:,,Það er alltaf rok á Akureyri". Sjálfur var hann úr Grindavík þar sem kartöflur hafa átt það til að fjúka upp úr görðum.

Kveðja frá einum sem hefur gengið um hálendið nærri miðborg Kaupmannahafnar og er núna nokkurn veginn búinn að missa fótanna í eiginlegri merkingu.
HM

 

Skrifa ummæli

<< Home