Rammleg
verk eru traust eða vel unnin. Svo vakti fyrir Hali er hann hefir undanfarið hugsað til þess hvernig best yrði að ramma inn nokkrar svart-hvítar ljósmyndir. Þá var honum aftur hugsað til þessara íslensku orða er byrja á ramm- eitthvað, eins og t.d. rammskakkur, -sterkur, -skyggn, -saltur, -villtur, já, rammvilltur á vel við Hal, - en vonandi verða myndirnar ekki rammskakkar eða ramminn sjálfur er þær loks komast í ramma. Hér á Akureyri er erfitt að fá ramma sem ramma vel við myndirnar nema eins og ætíð að láta smíða þá af þeim er slíka hluti kunna og eiga efnið, það tekur því ekki fyrir Hal að smíða nokkra ramma; þeir yrðu væntanlega rammskakkir. Grannir, svartir trérammar með kartoni umhverfis myndirnar er það sem þarf. Annars er furða hversu mikið haustveður hefir verið í sumar og hvað þá undanfarna daga; ekki skrítið þótt menn hafi talað, hugsað og dreymt veðrið hér á árum áður. Íslendingar, held ég, hafa gjörsamlega margir gleymt uppruna sínum og staðsetningu á hvolfinu; hér á að vera leiðinlegt veður, allt annað er veðurauki.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home