þriðjudagur, júlí 26, 2005

Hali

var litið í suðurátt eða suðvestur frá Vinaminnisgarði réttara sagt og sá þá kvöldþokuna eða skýin koma inn yfir landið. Skamma stund fannst honum sem eitthvað vantaði er hann leit í áttina að Fálkafelli; þar ofanvið vantaði nefnilega fjallið Súlur er huldar voru skýjum kvöldsins, kuldaskýjum er svo algeng hafa verið í sumar. Einungis sást melurinn og holtið við Fálkafell, eins og klippt hafi verið á hluta landslagsins eins og verið er að gera fyrir austan þessa dagana. Í staðinn kemur bjartsýni fólks er búið hefur við misjafna kosti í ýmsu. Landslag er aldrei kemur að nýju nema í breyttri mynd er vissulega afstætt. Það minnir Hal á tvennt sem enn er nægilegt magn af hérlendis; nefnilega vatn og grjót. Kannski tekst okkur að eyða vatninu, vart verður svo með grjótið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home