Afmælisdagar,
búrtsdagar eða búrsdagar eru góðir dagar og enn betri ef einhverjir eiga, sem náð hafa alla leið nærri því að fimmtugu, vantar einungis kannski svona 2 ár uppá. Þannig er háttað hjá bróður í Grundarhúsum í suðuramti, sem enn er ern, en skrokkurinn aðeins farinn að gefa sig á álagssvæðum eftir hlaup og göngur og jafnvel burð. Kvefpest eftir siglingu til Köben, en hana má gera fjarverandi með sterkum sopa á afmælisdegi utanhúss, jafnvel eftir kvöldmáltíð, ef ekki áður. Engin önnur resept á það. Á þessum aldri byrja menn að líta aftur yfir farinn veg, stórir sigrar koma upp í hugann, jafnt sem minni sigrar. Áhugi á gróðri og ræktun er ágæt vísbending um góðan aldur og þroska. Þeir er búa í Vinaminni óska afmælisdrengnum til hamingju með daginn, þakka gamalt og nýrra af nálinni og vonandi á hann og hans nánustu mörg góð ár í vændum, ef ekki áratugi mismarga.
1 Comments:
Hér á móti mér hafa setið við matarborðið foreldrar okkar Valur og matarlystin enn ekki farin að dvína.Samanlagt að ná næstum 160 ára aldri. Og þau dreymir enn mat. Öll dreymir okkur um að faðma nýja rétti og ókunna að vitum enda ljúft að renna niður krásum eins og þeim sem hér voru bornir fram. Svo bíðum við eftir eftirréttinum - súkkulaðiköku úr eldhúsi minnar dyggu húsfreyju sem hefur skrifað í súkkulaðið "You only live tvice"!
Ég þakka ljúf orð Valur minn og sendi ykkur okkar bestu kveðjur yfir heiðarnar.
Kveðja
Hjörtur
Skrifa ummæli
<< Home