miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Ómetanlegir

hlutir eru sjálfsagt afstæðir; náttúran við Kárahnjúka er út af fyrir sig ómetanleg þótt alltof fáir hugsi (finnst Hali) til enda hvað felst í því að vera ómetanlegur. Sumir hlutir sem eru mikilvægir en ekki ómetanlegir, koma alltaf fyrir öðru hvoru. Nú væri til dæmis ómetanlegt ef einhver gæti sagt Hali reynslu sín af gerð tortillas, tortillur, hveitikökur mexíkanskar að uppruna þótt sumar aðrar gerðir finnist og gerðar eru úr mismunandi hveititegundum og maísmjöli. Einnig eru til slíkar kökur á Spáni, en þær hefur Halur ekki étið með vissu í herförum þangað. Einnig væri gott að vita hvernig fræðingar matreiða þessar kökur, þ. e. hvort þeir grilli þær, steiki eða hiti á pönnu eða öðru, jafnvel djúpsteiki en það gerir Halur aldrei. Kökurnar sem fást í búðunum eru í raun óætar þótt Halur hafi látið sig hafa það að gleypa þær, en vissulega væri ómetanlegt í þessu samhengi að fá "orígínal" kökur og leiðbeiningar um gerð þeirra.

Ómetanlegt var einnig að fá aðstoð nágranna við að fara á haugana rétt fyrir lokun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home