föstudagur, ágúst 19, 2005

Beitiskipið

Pótemkín eða hvað það hét nú, hvað þá Pótemkín tjöld koma upp í hugann er Halur flettir í myndaröðum teknum s.l. ár eða tvö og Halur kemur fyrir á nokkrum (ekki mörgum) myndum. Hann er alltaf í sömu fötunum, hinum sömu og hann gengur enn þann dag í dag, sömu fötin í París, Reykjavík, Orlando og Akureyri. Hið eina sem skilur á milli er klæðnaður sem ekki sést á myndunum; nærbuxur og sokkar. Myndirnar gætu allt eins verið teknar allar með tölu í Vinaminni með leiktjöld (Pótemkín tjöld) að baki Hali. Þessu mun Halur huga að næst.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home