sunnudagur, ágúst 21, 2005

Stöku sinnum

rekst Halur á eitthvað sem minnir hann á gamla tíð eða tíma og jafnvel er hann var yngri. Flestir lestir manna á almannafæri eru illa séðir nú til dags. Einn þeirra bar þó fyrir sjónu Hals norðan gömlu verksmiðjusvæðanna í dag, þar sem nú er óhugnaður í verslunarlíki. Rétt við árbakka Glerár er biðskýli fyrir þá er taka strætisvagn milli staða. Fyrir nokkru las Halur í enskri skáldsögu (skemmtilegri) að þeir einir notuðu almennissamgöngur og vagna er annað hvort væru fatlaðir, þroskaheftir, á vergangi, heimilislausir, dópistar, ellilífeyrisþegar, öryrkjar og bílprófslausir eða nýlega fullir undir stýri. Þessi upptalning sýnir að illa er komið fyrir hinum er ekki nota t. d. strætisvagna. Einn hópur kannski til viðbótar eru stjórnmálamenn í kosningabaráttu. En aftur að lestinum góða er Halur varð vitni að; miðaldra maður, sennilega Hali ókunnugur, en ekki öruggt þar eða Halur sá ekki "allt" sem sjá þurfti til að þekkja viðkomandi, stóð aftan við biðskýlið og var að míga. Alltof margir eru væntanlega búnir að gleyma því hversu gott það er að míga utan dyra og Halur hlakkar ætíð til ferðalaga (sem ekki eru mörg) eða veiðiferða þar sem hann getur óhikað og án afskipta mígið hvar sem er. Í framhjáhlaupi má nefna að Halur meig nokkrum sinnum á Melarakkasléttu í gær og það einnig norðan 66° sem ver ekki leiðinlegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home