mánudagur, ágúst 29, 2005

Hjá sumu

verður ekki komist. Ekki hefir Halur það að atvinnu að gægjast á bloggsíður annarra, en hins vegar var tölvuvél húsfreyjunnar opin og þar var texti sem ekki verður hjá komist að minna á; þetta var alls engin hnýsni. Þess má geta að skrifin eru á bloggsíðu menntaskólakennara á Akureyri, sem skyldur er húsfreyju í Vinaminni. Enn mun það vera svo á Akureyri að starfsheitið "menntaskólakennari" hefur yfir sér þægilegan og virðingarverðan blæ. Aftur að hinu er máli skiptir; textinn var þannig (vísan):

Mín að telja afrek öll
ekki er nokkur vegur.
Ég hef ístru, ég hef böll,
ég er guðdómlegur.

Halur spyr: kannast einhver við vísu þessa? eða getur bætt um betur fyrir vetur!?

2 Comments:

At 12:15 e.h., Blogger ærir said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 1:17 e.h., Blogger ærir said...

Nú skal böllinn bráðum herða,
ber í vatni köldu.
Er ég kannski að konu verða,
að kynfærinu frátöldu.

 

Skrifa ummæli

<< Home