miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Að minningargreinum

undan skyldum, er fátt áhugavert á síðum íslenskra dagblaða. Eitt þeirra reynir að breytast í nútímamiðil með íhaldssamri kjölfestu á kristilegum grunni sem steyptur var í frosti, en verður svipað og þegar hinn rauðhærði gengur í bláum og rauðum fötum. Sorpsíður eru margar, texta- og málfarsvillur óteljandi þótt efnið hafi á stundum meiri þýðingu en málfarslögreglan vill vera láta í réttritunarfræðinni. Blaðamenn á Íslandi sem annars staðar vilja láta taka mark á sér, en hvað þýðir t. d. það að blaðamennska sé ámælisverð að áliti Siðanefndar blaðamanna?! Þetta er loftbóla sem ekkert vægi hefir í þessum geira, en þannig ætti það ekki að vera. Hið opinbera, Landsvirkjun og aðrar stofnanir "Ekki-lýðræðisríkisins" telja oft á tíðum að almenningur geti ekki myndað sér sjálfstæðar (les: réttar) skoðanir nema fyrir tilstuðlan og fræðslu þeirra. Hið sama gildir um dagblöðin. Gott dæmi um það er Kárahnjúkaævintýrið. Jæja, þetta er komið út fyrir það vitræna og venjulega, en þannig mun það ætíð verða. Kona kom nýverið að máli við Hal (ótrúlegt) og færði honum minningargrein um bóndason einn úr Kelduhverfi frá árinu 1997. Mörg gullkornin má þar lesa: ".. fæddist þar fyrir 70 árum og hafði hvergi átt heima annars staðar og langaði ekki að búa annars staðar..............Hann eyddi allri ævi sinni á Auðbjargarstöðum.............fór mjög lítið að heiman..........engar sjúkraskýrslur eru til um hann og hann hafði aldrei tekið inn lyf.........Ég man að hann sagði mér að hann meiddi sig aldrei........Venjulega fór hann út að slá um kl. 4 á morgnana og sat á vélinni sleitulaust í marga klukkutíma en þessar vélar voru nú bara með járnsæti. Bjarni bruðlaði ekki með vélarnar". Margt í athöfnum Bjarna getur Halur tekið sér til fyrirmyndar og sjálfur sér hann ýmislegt sem þeir hafa átt sameiginlegt.

2 Comments:

At 9:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

"er fátt áhugavert á síðum íslenskra dagblaða. Eitt þeirra reynir að breytast í nútímamiðil með íhaldssamri kjölfestu á kristilegum grunni sem steyptur var í frosti, en verður svipað og þegar hinn rauðhærði gengur í bláum og rauðum fötum."

Hmmmm til að ég sofi í nótt væri gott að fá útskýringu á þessu. Minn rauði haus er bara alls ekki að ná þessu :-)

 
At 8:52 f.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Líkingin er um tengsl ákveðinnar blaðamennsku hérlendis við stóran bróður í vestri og hina íslensku þjóðkirkju. Samtímis þarf hinn rauðhærði eigi að láta á sér bera með því að ganga í tvílitum fánafötum, þar nægja jarðlitirnir. Rautt og blátt tengir hann síðan við blaðamennskuna og tengsl landanna tveggja sem og kirkjuna og blaðið, þar takast á andstæður sem eigi falla saman; klæðaburðinn þarf að að vera í einhverjum takti eins og allt annað, en þann takt hefir Halur eigi fundið fremur en margt annað.

 

Skrifa ummæli

<< Home