miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Í minningunni

er margt gott, ef ekki ágætt. Nú fer að hylla undir nýja salernissetu í Vinaminni, en þar mun verða veggfastur örn sem örn í bjargi. Vonast er til að hæðin verði ekki of mikil frá gólfi þannig að fætur eða stubbar Hals nái gólfi og unnt verði að ná spyrnu í harðindum garnarinnar. Gamli kamarinn var svo sem góður þegar hann var sæmilega hreinn, en þess ber að geta að all margir karlkyns þegnar notuðu hann og vissulega gat bunan farið hjá garði, en sjaldnar annað. Þetta var Arabía postulín, sem reyndar var búið að lagfæra á stundum og er þar átt við vaskinn (handlaug!). Hann var kíttaður í árdaga þar sem til stóð að lagfæra þessa sellu, en síðan eru liðin mörg ár, jafnvel tíu. Viðgerðir til bráðabirgða duga stundum betur en aðrar. Í minningunni átti Halur margar ágætar stundir á gamla erninum og með skrifum þessum er honum þakkað sérstaklega fyrir dygga þjónustu.

2 Comments:

At 4:03 e.h., Blogger ærir said...

In Memorian

Inn í sellu einn sat örn,
átti vini marga.
Reyndist best er rembdist görn,
raun að þurfa að farga.

 
At 5:37 e.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Halur kvað:

Maðurinn eigi miskunn sýndi,
mörgum góðum vini.
Einn eftir einn, lífinu týndi,
úr endagarnar hvini.

 

Skrifa ummæli

<< Home