Hátækni
er afar þreytt orð, nærri eins og kynjafræði. Allt er hátækni eða skal verða hátækni. Í upphafi er hins vegar enginn munur á kynjunum, eða svo lætur nærri. Hvort þú eða hver sem er verði annað tveggja, karl eða kona er annað mál. Karlar eins og Halur eiga undir högg að sækja í nútímanum, enda með afbrigðum gamaldags og rótgrónir í nærbuxunum. Halur verður stundum fyrir aðkasti sökum þessa, en flestir sjá aumur á slíkum eymingjum og láta þá sigla. Halur hefir heyrt af vanda annarra svipaðs eðlis og það styrkir hann, þótt jafnvel nokkur misseri geti takið að fá fregnir af slíku með svo lélegum tengingum sem Halur býr yfir. Fátt geta karlar eins og Halur gert án vitneskju og afskipta Rannsókna- og eftirlitsmiðstöðvar í kynjafræði sem árvökul gjáir augum að Hali og hans líkum. Halur kvað í leyfisleysi miðstöðvarinnar þetta:
Fjaðrirnar voru fáar að reyta,
en fávíst var þeim að neita.
Því annars mín beið
þessi önnur leið:
mér aftur í konu að breyta.
Hálf-kynskiptaaðgerð gæti út af fyrir sig verið valkostur til íhugunar fyrir einhverja í svipaðri stöðu.
5 Comments:
Sæll frændi,
Arnaldur hér. Ég vona að skrif þín hér á síðunni verði ekki stöðvuð af ,,Rannsókna- og eftirlitsmiðstöð í kynjafræði´´.
Ég hef ekki mikið álit á kynjafræði sem virðist einungis vera falin í því að ,,benda´´ karlmönnum á mistök sín. Bráðum munu karlar með réttu bera nafnið ,,veikasta kynið´´.
Það er hið besta mál að vera dálítið gamaldags, sjálfur á ég hvorki debet- né kreditkort og góður vinur minn kaus því að líkja mér við ömmu sína um daginn. Annar taldi þetta til alvarlegrar fötlunar ,,að þurfa alltaf að fara í bankann´´.
Sæll frændi,
Arnaldur hér. Ég vona að skrif þín hér á síðunni verði ekki stöðvuð af ,,Rannsókna- og eftirlitsmiðstöð í kynjafræði´´.
Ég hef ekki mikið álit á kynjafræði sem virðist einungis vera falin í því að ,,benda´´ karlmönnum á mistök sín. Bráðum munu karlar með réttu bera nafnið ,,veikasta kynið´´.
Það er hið besta mál að vera dálítið gamaldags, sjálfur á ég hvorki debet- né kreditkort og góður vinur minn kaus því að líkja mér við ömmu sína um daginn. Annar taldi þetta til alvarlegrar fötlunar ,,að þurfa alltaf að fara í bankann´´.
æ, æ þetta birtist tvisvar.
Ég ætlaði annars bara að láta þig vita að það eru a.m.k. þrír lesendur að blogginu þínu ef ekki fleiri. Einnig; ef hart verður sótt að þér af ,,Rannsókna- og eftirlitsmiðstöð í kynjafræði´´ þá er þér velkomið að gista á jörð fjöldskyldunnar hér á Gröf í Vogi. Einnig væri jafnvel hægt að útvega þér afskekktan kofa á Vestfjörðum. Þar er fallegt um að litast og friðsælt.
Ekki meira að sinni.
Kveðja
Arnaldur Hjartarson
Halur færi vestur, þar þekkir hann nokkuð til frá fyrra lífi, og þá bæði í fiski og líkn!
Halur
Ekki veit þinn dyggi lesandi og aðdáandi af brimlaætt (ssp) á hvaða óðal í Grafaravogi er verið að bjóða þér. En af því hef ég þó nokkrar áhyggjur eins og sjá má:
Í Grafarvogi
Um ástandið þarf ei að spyrja
ef rétt er á Gröfinni byrja
en varla á Vogi
í vitsmunatogi
um veikara kynið má lengur kyrja.
því óvíst hvernig þér farnast þar.
Skrifa ummæli
<< Home