þriðjudagur, september 06, 2005

Kynjafræði

er hættuleg grein, en nú vandast málið; hvað er eiginlega kynjafræði? Þetta mun vera ung grein eftir því sem Halur kemst næst, en hann er eiginlega hvergi nærri þessu dæmi eins og unglingar segja. Fram hefir komið að sumir efast um kynferði sitt, jafnvel suðuramtsbrimlar ættaðir norður úr Íshafsfirði. Það er ekki skrítið að slíkt gerist þegar þeir sjá hvorki til sjávar né kvenna dögum saman. Karlar eru orðnir kerlingar, þeir gera núorðið allt er kerlingar gerðu áður, en ekki öfugt. Kynferði er einnig hálfgert vandræðaorð og mörg vandamál má rekja til orðsins. Halur kvað út í óvissuna:

Í hálfkæringi hugsana og vona,
Hali líður svona og svona;
hann fyrir sér veltir
og hraustlega geltir:
er helmingurinn kona?

Önnur útgáfan var þannig:

Í hálfkæringi hugsana og vona,
Hali líður svona og svona;
hann fyrir sér veltir
og hraustlega geltir:
er karlinn orðinn kona?

3 Comments:

At 11:58 f.h., Blogger ærir said...

þessu þarf að svara betur síðar, en um málefnið má segja:

Kúnstug eru kynjafræði
nú konur heimilin flýja.
Karlarnir blóta í bræði,
er báru þær áður til skýja

 
At 12:23 e.h., Blogger ærir said...

Hinn mjúki maður:

Á kvöldin karpa þau bæði
um kynjanna kostuleg fræði
ef viltu mig mjúkan
skaltu ekki strjúk´ann
og þrifin ei lengur ég ræði.

er þessu eigi enn fullsvarað.

 
At 3:57 e.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Halur er þakklátur þessum eina lesanda síðunnar fyrir slíkar góðgerðir í orði. Hvort strokurnar verði langar eða stuttar, ein lööööng eða tvær stuttar, lætur Halur liggja milli hluta.

 

Skrifa ummæli

<< Home