þriðjudagur, september 20, 2005

Nú vandast

málið. Halur er tregur maður eða jafnvel kona, ekki veit hann. Heimskur segja margir á þriðjudegi er loks sést til sólar. Það sagði Hali bóndakona að Leifsstöðum í Kelduhverfi um nýliðna helgi, þegar bóndinn var á fjalli (Halur hafði kannað það áður, enda alltaf vonað að einhver kona félli fyrir honum á þessum slóðum og hann gæti gerst bóndi og veiðimaður að atvinnu, verður vart úr þessu nema húsfreyjan í Vinaminni fari austur og sjái á Hali aumur), að sumarið hefði verið með afbrigðum blautt, votviðrasamt mjög og vart unnt að ná heyi í hús. Þennan dag var votviðrasamt, norðangarri, kuldi og napurt en með afbrigðum fagurt þar sem sást nærri auga jafnt sem fjær, enda Halur bæði nær- og fjærsýnn. Litaspjald náttúrunnar sennilega eitt hið fegursta í veröldinni á þessum slóðum. Þarna var mikið um gæs og siðferðislögmál skotmennsku öllum kunn; aldrei skjóta meira en þú getur verkað eða etið, segir Halur. Halur var ekki með vopn á öxl þennan dag, heldur stöng. Það þýðir eigi að deila við dómarann þegar upp er komið eða niður farið, allt er fyrirfram ákveðið segja sumir. 64 gæsir lágu í valnum sagði mér önnur kona eftir morgunflugsveiðar einhverra í vikunni. Slíkar veiðar dæma sig sjálfar, segir Halur eða hvað veit hann!? Vandinn við skotveiðarnar er sá að þegar hleypt hefir verið af, þá verður engu sleppt er höglum verður fyrir (Halur kemur alltaf með gáfulegar athugasemdir). Skárra með fiskinn, auðvelt þar að sleppa yfirleitt. Siðferðið í öllum veiðiskap þar sem bráðin er drepin á sér margar hliðar; skothvellir að morgni við sólarupprás, eða að kveldi við sólhvörf, ljósaskipti (skrítið orð), sá tími sem jafnan er hvað fegurstur, fiskur á öngli í ljósaskiptum eða í morgunsárið. Veiðar eiga vissulega undir högg að sækja í nútímanum þar sem neyslan er yfirgengileg fyrir; Halur mun þó stunda veiðar áfram ef unnt verður, en ýmsar blikur eru á lofti og sýnist einungis tímaspursmál hvenær fjármagnseigendur yfirtaka þetta eins og annað á Íslandi. Enn er þó von - svæðisbundið. Þetta sem áður er sagt hér að ofan var innskot, en nú vandast málið þar sem Halur hefir verið klukkaður og eftir margra daga rannsóknir og viðtöl við kunnuga, þá er hann enn að velta þessu klukki fyrir sér ef ekki kukli. Það er hins vegar skrítið að Halur þreytist aldrei á veiðum.

1 Comments:

At 3:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

A fantastic blog. Keep it up. If you have a traffic issue, I'm sure you'd be interested in Cheap Hosting. There's lots of information about Cheap Hosting

 

Skrifa ummæli

<< Home