fimmtudagur, september 15, 2005

Nú ríður

yfir alda líkamsræktar og hreysti, ef e-ð mark er takandi á auglýsingum er inn koma í Vinaminni, um nýju bréfalúguna. Halur var nýlega við æfingar og varð þá litið til hægri og sá þar miðaldra (?) konu liggjandi á bekk eða réttara sagt í fóta- eða hnépressutæki þar sem hausinn er andsteyptur. Vaxtarlagið sást ágætlega og var það aðeins yfir meðallagi, en annars ætti þessi kona að vera fær flestan sjó. Konan var hins vega hálf-föst í tækinu, gat ekki lyft sér upp og stigið úr tækinu fyrr en eftir drjúga stund og var þá orðin móð og andlitið blátt, en þess má geta að litblinda ásamt nær- og fjærsýni háir Hali. Enginn aðstoðarmaður (eða kona) var nærri, enda er í stöð þessari litla sem enga aðstoð að fá nema fyrir greiðslu og fjárútlát nokkur. All oft sér Halur fólk í stöðinni sem er í hálfgerðri sjálfheldu innan í tækjunum eða álíka. Þetta leiðir einnig hugann að þéttvöxnum bæklunarlækni, sem sat í Leisíbój-stól af minni gerðinni á Sauðárkróki og festi sig sjálfur í stólnum og fyrir slysni náði hann að losa sig hálftíma síðar. Honum var það nokkur nauð og stólinn verið ósetinn síðan af hans hálfu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home