fimmtudagur, september 15, 2005

Óbrigðul ráð

eru fá tiltæk. Sökum ístruvandans er suma virðist hrjá og það víða, sem sannarlega er fótur fyrir, ef mið er tekið af gömlum bekkjarmyndum úr barna- og unglingaskóla í Reykjavík nokkuð eftir miðja síðustu öld, er rétt að benda á eitt óbrigðult ráð til þeirra er fitulosun stunda. Þó ekki fitusog eftir reikningi eða þyngd sem Hryggingarstofnun ríkisins tekur ekki þátt í að niðurgreiða. Allir kannast við sönginn "Komdu niður segir pabbi og mamma" og leggja má útaf honum sem hver og einn vill. Halur bendir fitulosendum á að hafa regluna eða sönginn svohljóðandi: "Horfðu niður!" Fyrir karlmenn sem ístru eða aukamagamál hinn neðri hafa, þá skulu þeir standa teinréttir og horfa niður; ef eigi sést í líkamshluta þann er einu sinni var vel sýnilegur, þá skulu hinir sömu taka sig á í ræktinni og ekki hætta þjálfun fyrr en sést í fremsta partinn eða svo. Frekari losun mun þá sýna þeim partinn (vininn) í nýju ljósi frá hæstu hæðum ef horft er niður. Sannarlega verður um landvinninga að ræða. Fyrir sambýlinga, maka, eiginkonur eða hvað eina sem nærri er hverju sinni, má nefna sönginn: "Horfðu upp vinur!"

2 Comments:

At 1:33 e.h., Blogger ærir said...

hef ekki í mörg ár verið upplitsdjarfur, enda hefur allt sem skiptir máli hlaupið í skjól (ekki skvap), en þakka góð og drengileg ráð....

 
At 12:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

á milli þinni blogga líður of langur tími fyrir okkur aðdáendur ritsnilldar þinnar og hugvekja sem blása okkur líf í annars tómlega andakt. því hefur þú verið klukkaður....

 

Skrifa ummæli

<< Home