þriðjudagur, september 20, 2005

Freyja

hússins í Vinaminni benti Hali á að næg verkefni væru fyrir hann í skúrnum eftir allar framkvæmdir sumarsins og haustsins sem reyndar kom snemma síðasta vetur en sumarið sleppti árvissri komu sinni norðan heiða. Hali var einnig bent á hangandi fugla aftan við hús og hvort tími væri eigi kominn á að verka þetta eins og sagt var til sveita; Halur reiknaði með að freyjan færi í þetta og hann minnist gamla tímans þegar karlmennirnir komu úr veiðitúr, konan beið á tröppunum með tilbúinn mat, tók við skítugum fötum, lét renna í bað en áður hafði hún verið allan daginn að undirbúa móttökuna og til að gera langa sögu stutta og sleppa aðalatriðunum, sem Halur gjarnan gerir, þá var bráðinni ætíð kastað fyrir fætur eiginkonunnar og hún orðalaust gekk frá öllu með sóma og mikilli gleði. Hali leið vel að handleika hinar fögru bringur af fuglverki aftan við hús. Það var fljótgert að ganga frá þessu enda það sem einu sinni var lært, það verður manni ætíð fært. Halur hundskaðist síðan aftur í skúrinn, náði í birtulampa fyrir húsfreyju og aðra sem þar vilja sitja í framhjáhlaupi í leynigeymslu, hafði reyndar minnst á það skömmu áður en engin viðbrögð þá. Aftur í skúrinn, ruskast þar og hlustað á tónlist af ýmsu tagi, endaði með gömlum Rollíngalögum. Karið síðan sett í skúrinn fyrir freyjuna þannig að kalsár myndist eigi að morgni.

1 Comments:

At 9:06 f.h., Blogger ærir said...

nú skal Hali og frú hans boðið til rétta, stóðrétta í Hjaltadal á stað er nefnast Laufskálar. Krafta hans og vitsmuna er þörf við að draga einn tvístjörnóttann klár úr stóði. Stóð er rekið til rétta kl 10.30 laugardag að Skagfirskum tíma og réttarstörf byrja um hádegisbil.
sjá nánar: http://www.eidfaxi.is/frettir/index.php?lang=1&frett_id=12010

síðan hefjast hrossakaup og prang að vild.

 

Skrifa ummæli

<< Home