mánudagur, september 26, 2005

Meiri mjólk

og meiri mjólk, hún bætir börnin ef mið skal tekið af ráðleggingum Manneldisráðs og auglýsingaherferðar mjólkurfyrirtækjanna, sleppum skrípanöfnum mjólkurvara. Mjólk er óþverri, það er auðvelt að sanna. "MS-Stoðmjólk er barnsins stoð og stytta" og á að tryggja betri líðan og minna blóðleysi meðal smábarna eða þeirra sem hætt eru á brjósti (vísbending: nú er árið 2005 og allt unnt að mæla). Halur rakst fyrir tilviljun á þessa nýju vöru (?) í kæli verslunar, en mjólk er eins og annað í dag, selst einungis með endalausum auglýsingum og umbúðum sem minna á ég veit ekki hvað. Halur hefir ekkert á móti mjólk í sjálfu sér, þótt einhverjir haldi það eftir þennan lestur; honum er hér með lokið og Halur mun ekki frekar skrifa neitt um mjólk framvegis. Mjólk er eins og þungamálmurinn baríum fyrir þarmana, hálgferður óþverri fyrir flesta. Halur neitar sér þó ekki um pönnukökur eða vöflur með rjóma eða Brynju-ís, en það er sjaldan sem það skeður. Eins og allt sem Halur segir, þá er þetta öfugsnúið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home