mánudagur, október 10, 2005

Hin heilaga þrenning

er ýmis konar og fer eftir efni sem um er fjallað; trúarlega á hún að vera á hreinu þótt sumir efist sjálfsagt og alls kyns þrenningar eru til hér og þar, alls staðar reyndar. Halur minnist tímans er hann fékk að fylgjast með menntun vinar síns, en þar var hin heilaga þrenning að mati hans þessi innan meltingarfæranna: Ógleði, niðurgangur og uppköst, en hér má augljóslega bæta við hægðartregðu eða skipta á henni inná fyrir t. d. ógleði. Föðurland hálft er hafið stendur e-s staðar og hver hin heilaga þrenning sjómannsins er, veit Halur eigi. Hann veit hins vegar að hann hefur hina heilögu þrenningu hins daglega lífs svona: Jafnræði, frelsi og forræði einstaklingsins. Stundum breytir hann þessu viljandi og það er eins og annað hjá honum, en vart má það teljast djörfung. Nóg komið að svona tali. Í framhjáhlaupi flæktist Halur inn á vefsíðu menntskælinga norðan heiða og sá þar margan manninn (konur!); var þar mikið jafnræði manna á milli í flestu nema útlitinu.

2 Comments:

At 9:29 f.h., Blogger ærir said...

sá í blöðum gærdagsins að hægt er að kaupa föðurland hjá Guðsteini og einnig hjá Andresi á Skólavörðuholtinu. kannski þurfa norðlendingar þess með og ekki bara hálfa brók heldur heila.

 
At 5:06 e.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Halur vildi gjarnan geta keypt sér nýtt "föðurland" án ýmissa jarðraskana sem gerðar hafa verið. Brókar-föðurland er e-r besti og fínasti fatnaður sem unnt er að klæðast; nú mun ullin komin í tísku og þá má segja að margir geti eignast nýtt "föðurland".

 

Skrifa ummæli

<< Home