miðvikudagur, október 05, 2005

Ótrúlegir hlutir

gerast enn! Og ekki kemur það neinum á óvart sem til þekkir eða hvað?! Ekki á óvart, þar sem húsfreyjan í Vinaminni átti í hlut, húsfreyjan sem lengi hefir þurft að þola talsverða ágjöf frá Hali, enda Halur ekki vel saman settur nema að litlu leiti. Halur fékk að fara á Hælið í morgun eftir að hafa stundað sveitalækningar í Skagafirði, einhver óróleiki var í honum, einhver sem hann eigi vissi hver var fyrr en hann hljóp að símtóli til svörunar og á hinum endanum var húsfreyjan. Þjónninn, Halur Húfubólguson, var í raun auðmjúkur, og gladdist mjög (sem er sjaldgæft) er húsfreyjan minnti hann á tónelika í Freikirchen í desember n. k., en þar mun Antony leika og spila ásamt hljómsveit. Sjálf var hún afhuga tónleikum þessum, en eins og góðmenna er háttur eða siður, þá bauðst hún til að panta miða fyrir Hal, sem taldi að væri um seinan, en viti menn; allt gekk eins og í sögu. Halur hefði sjálfur gert í buxurnar í máli þessu eins og allir sjá eða hinir fáu er þetta lesa og þóttist reyndar vera upptekinn á þessum tíma sem um ræddi þegar panta þurfti miðana. Svona gerast góðir hlutir alltaf nærri húsfreyjunni og auðmjúkur þjónninn, Halur Húfubólguson, er hvenær sem er tilbúinn að bæta ráð sitt, enda af nógu af taka. Ótrúlegt hvað húsfreyjan bætir upp vankanta Hals, stagar í götin og pressar heilaskyrtuna; hún gefst aldrei upp.

1 Comments:

At 3:36 e.h., Blogger ærir said...

góð húsfreyja er gulli betri.... en latneskur málsháttur segir að "maðurinn á ekki heima þar sem hús hans er heldur þar sem ást hans býr".

 

Skrifa ummæli

<< Home