mánudagur, september 26, 2005

Í tilefni

umræðunnar (er einhver umræða í gangi?) í þjófélaginu (veit ekki hvernig þjóðfélag er hérlendis) sem Halur veit ekkert um, en hefur heyrt fleygt á ganginum og í fjarska án þess að leggja við hlustir, þá vill hann gera undantekningu og birta ljóðaþýðingu manns sem grafinn var í dag (Geirlaugur Magnússon):

Apakettir Brueghels

Draumur minn um stúdentsprófið
tveir hlekkjaðir apar við gluggann
fyrir utan hoppar himinninn
og hafið svamlar í makindum hjá
á mannkynssöguprófi
stama og svitna

annar apinn skoðar mig glottandi
hinn virðist sofa
meðan þögnin gleypir spurninguna
hvíslar hann að mér svari
með því að hrista hlekkina

Betra verður það varla enda enginn vinsældalisti hér á ferðinni, einungis Wislawa Szymborska að kveða sér hljóðs. Það minnir Hal aftur á það hversu mikla yfirburði hið ritaða og talaða orð hefir fram yfir sjónorð. Sjónorð er bónorð um glæp og minnisleysi. Ótrúlegt hversu mikið af góðu efni er annars á Gufunni.

1 Comments:

At 8:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 

Skrifa ummæli

<< Home