sunnudagur, október 16, 2005

Á tímum

endalausrar útlitsdýrkunar er gott að kíkja á kroppa í sundlauginni norðan heiða, en þangað fer Halur sárasjaldan enda sund ekki ofarlega á listanum. Það er merkilegt að til séu staðir þar sem útlitið er eins berháttað og raun ber vitni, allar útgáfur af hor og fitu, hringjum og dekkjum, vambir, horrenglur, belsenútlit jafnvel. Skrítið þegar útlitsdýrkunin er nærri algjör eða nákvæmlega algjör, en orðið nákvæmlega er fengið frá ungu fólki, allt er nákvæmlega í dag. Hinir sömu garpar stinga sér til sunds, brækur misgóðar og skildi hún skjótast af við stökk eða stungu?! Stíllinn flatur, bogadreginn, skellur, prammi, súla, hvass, breiður, hettur á höfði, gleraugu og fleira eftir atvikum. "Lánuð sundföt" koma skemmtilega út oft á tíðum, þau geta verið toppurinn á sundjakanum eða sunddrottningunni. Í dag var þó nærri ónauðsyn að fara í sund; það gerði sama gagn að standa úti við í fáeinar mínútur, nákvæmega blautt. Halur tók nokkur óþroskuð sundtök meðan hin nýja drottning Eyjafjarðar tók tugi ferða í köldu lauginni; Halur húkti eins og skítur í horni hinnar laugarinnar enda minnist hann orðanna úr Laugardalnum: "Það er kúkur í lauginni, allir uppúr!"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home