fimmtudagur, október 13, 2005

Á þessum degi

mun Kládíusi hafa verið byrlað eitur og lést hann í kjölfarið (sennilegast). Þetta er dagurinn sem Pinter fékk sænska púðrið, en e-r höfðu reyndar reiknað með að hann yrði dauður áður, þar sem hann fékk víst illkynja vélindisæxli fyrir 2-3 árum og flestir er það fá eru dauðir innan árs nema til aðgerðar komi og hún þá möguleg. Það er gott ef verðlaun vekja áhuga á einhverju eða einhverjum sem þyrfti að ná til fleiri lesenda eða einstaklinga, e-ð sem fengur er í að lesa eða álíka. Nýverið voru margir erlendir rithöfundar hérlendis og Halur sem er afar hæglesandi, er þessa stundina að lesa skemmtilega og vel skrifaða bók eftir Andrej Kúrkov -Andrej Kúrkov- sem fjallar meðal annars um mörgæs og menn sem eru alltaf að fá sér vodka milli máltíða, en þar á bæ munu víst karldýrin m. a. fæða ungana ef Halur man rétt eða álíka. Mörgæsategundir munu vera nærri tuttugu talsins þessa stundina og þannig er mörgæs ekki sama og mörgæs. Heitið mörgæs reyndar með afbrigðum vel heppnað. Textinn er núna orðinn líkastur því að mörgæs hafi ritað hann og því er næst á dagskrá að hætta. Næsta bók verður eftir annan púðurverðlaunahöfund, J.M. Coetzee, en nú fer þetta að nálgast hefðbundið snobb. Stopp.

Þetta er sami textinn með stærra letri!!!

1 Comments:

At 8:55 e.h., Blogger ærir said...

gott átti kládíus...

 

Skrifa ummæli

<< Home