Venjur
eru misjafnar og einhvers staðar stendur að illt sé vondum vana að kasta. Halur er óskaplega vanafastur maður (kona). Hann fer venjulegast á sama salernið, gerir allt eins þar, sest ef því er að skipta og tekur pappír í hönd nærri meðvitundarlaus af hamingju. Eins er þegar hann sest við borð og fær sér ristabrauð með brúnosti og sultu, allt er eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Stundum hefði hann gott af því að líta í kringum sig eftir öðru áleggi, nema ef væri reyktur fiskur á borðum; þá sér hann um þá hlið mála, að skera og setja á borð. Síðan þarf hann fljótlega að skreppa á salernið, allt eins og venjulega. Brúnostssneiðar og fiskibitar eru eins og salernispappírinn; endahnykkurinn á ágætum vana og lofaðri hamingju.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home