fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Vinir

koma víða að, en sumir eru tryggari en aðrir hvað skrif snertir á bloggsetri þessu, sem fer bráðlega að verða eins og bærinn undir Steinahlíðum. Það hryggir Hal að vita af erfiðleikum í suðuramti hjá bóndanum Æri, bónda og sjávarmanni í anda, Ólafsfjarðargoða. Halur þakkar góð en vart réttmæt orð í sinn garð frá Æri sem og athgasemdir frænda úr Húsum Grundar, allt er réttmætt þar. Eins og bóndinn undir Steinahlíðum sem leitaði fósturjarðinnar að nýju, þá snúa allir fyrr eða síðar til æskustöðva í einni eða annarri mynd. Sökum minninga Æris frá tímum "ileus gravis" kvað Halur þetta ólíki:

Raunagóð ráðin minnka harm,
en reyndar heyrist einstaka jarm,
er endinn stíflast,
þá enginn fíflast
með þinn endaþarm.


Ógleði og andskotasveimur í Æri fékk þetta:

Sút og sorg sækir að Æri
og sér´ann ei tækifæri.
En ef vel er að gáð,
er óbrigðult ráð,
að eltast við konulæri.

1 Comments:

At 9:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þessi var send Æri á vefnum er hann stýrir:

Mikil er syndarinnar súla
í suðuramtinu fúla.
En eitt ráð er til
og eimitt segja vil:
aktu norður í Múla.

Halur

 

Skrifa ummæli

<< Home