sunnudagur, nóvember 13, 2005

Mamuli

er fyrra orðið í nýju heiti sem flestir þurfa að leggja á minnið á tímum græðgi, frægðar og glamúrljósa. Á tímum þar sem íþróttamenn hafa farið yfir strikið í græðgi, íþróttamenn sem eru þekktari af getuleysi en nokkru öðru eftir að hafa lent samningum með núllum sem Halur kann ekki nefna eða telja. Því var það afar ánægjulegt að fara 30-40 ár aftur í tímann og sjá íþróttamenn frá gamla Sovétlýðveldinu (lýðveldi kannski varasamt orð ef trúa skal einhverju af sumu sem sagt hefir verið, en mannkynssagan er mismikil eða hrein lygi eftir atvikum, sérlega sú sem skráð er og á að vera sönn) sem voru í algjörri mótsögn við útlitsdýrkun nútímans. Aukalega voru þeir eins og í leikriti absúrdismans, það vantaði reyndar í sum hlutverkin, þreytulegir og sennilega fyrst og fremst í einhvers konar orlofsför sem aðrir greiddu, þ. e. mótherjarnir. Grín verið gert af þessu liði sem í raun var sigurvegarinn og lék á alla mótherjana á markaðstorgi frægðar og umtals. Þessir leikmenn voru ekki í blöðunum eða forsíðum neins staðar. Halur sá þessa menn og sá grínið sem talað hefur verið um og sjálfsagt er eitthvað rétt í öllu sem sagt er. Þeir voru sannarlega ánægðir þegar blásið var til leikhlés en þá tóku þeir sér barasta sæti á hliðarlínunni og hvíldu sig í 10 mínútur, það tók því ekki að vera að fara inn í búningsklefann og þreyta sig á þeirri leið; enn eitt atriðið hjá þeim sem á sér engu samlíkingu í nútímanum. Seinna orðið er Tiblisi; Mamuli Tiblisi er orðið hugtak sem gott er að minnast í nútímanum, þar sem allir ganga með gulleyru.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home