miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Skemmtiefni

er af ýmsum toga og þarf eigi að leita langt yfir skammt til að finna bitastætt efni. Eitt lítið dæmi er þetta úr blöðum dagsins:
"Meiri líkur eru á að börn sem fædd eru á fyrstu þrem mánuðum ársins fái háar einkunnir en þau sem fædd eru á þrem síðustu mánuðunum, samkvæmt niðurstöðum norskrar rannsóknar. Segir einn höfunda rannsóknarinnar það hafa komið sér verulega á óvart hvað munurinn væri greinilegur. Í rannsókninni var ekki kannað hvað kunni að valda þessum mun.
Nemendur sem fæddir eru í janúar, febrúar eða mars fá að jafnaði hærri einkunn en önnur börn. Einnig kom fram í rannsókninni að drengir sem fæddir eru seint á árinu eiga erfiðara með að eignast vini. Segja höfundar rannsóknarinnar að nauðsynlegt sé að rannsaka þessi mál frekar."

Þetta er ein af ástæðum þess að Halur hefir enn "meiri trú" á enter-takka vísindamönnum nútímans, sem minna á alkóhólista er veit ekki hvort hann er á leiðinni í eða úr meðferð, í eða á fyllerí með félögunum. Ölvunarakstur vísindanna er ótrúlegur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home