mánudagur, nóvember 28, 2005

Rammíslenskt

er eitthvað sem er rammíslenskt, en hvað skyldi það nú vera? Rammíslenskur matur þykir t.d. ekki alltof hollur eða góður, en er það rétt? Slátur, blóðmör, lifrarpylsa, súrmatur, reyktur matur, harðfiskur, úldinn matur, úldinn selur, hvalspik, úldin egg og hvað eina mætti nefna hér í þessu samhengi. Hvað fleira sem kalla mætti rammíslenskt? Svari hver fyrir sig á tímum geldhyggju, fjölmiðla- og alþjóðahyggju eða hvað má nú kalla allt þetta sem á að vera svo gott en hefur aðeins skapað vandamál, sem sömu hyggjur eru ekki færar um að leysa; því vandamál.

2 Comments:

At 11:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég veit ekki hvað er rammíslenskt og hvað ekki? en mikið er ég farinn að þrá að fá kaffisopa og spjall hjá þeim félögum Val og HAl. Slíkar stundir eru raunverulegar, rammíslenskar en alltof fáar á þessum vetri.

 
At 1:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

"Halur er heima hver" eins og sagt var.

 

Skrifa ummæli

<< Home