föstudagur, nóvember 18, 2005

Auglýst

er eftir trommukennara hér með á netinu; það virðast ekki vera til trommuleikarar á Akureyri, þessum mikla tónlistarbæ ef e-ð er að marka sögusagnir og auglýsta tónleika. Trommuleikari með einhverja grunnþekkingu er það sem sóst er eftir; Halur getur ekki slegið á trommur þannig að aðrir hafi gagn af eða hljómsigur. Annars er útgefið tónlistarefni á Íslandi allt og ekkert. Inn á milli lágkúrulegrar útgáfu leynist nokkuð af hljómsigrum. Þetta hefur nærri gengið fram af Hali og hann óskar aftur eftir trommukennara í skúrinn hið snarasta. Greiðslur verða eftir atvikum og því sem hugmyndir gefa tilefni til, jafnvel unnt að fá góða skoðun aukalega. Annars segja kunnugir að bærinn hafi náð að reka flesta tónlistarmenn með hæfileika í önnur byggðalög og sveitir, þannig mun það nú vera. Í dag er miklu minna mál en áður að verða sér út um hljóðfæri og áhuginn leynist víða. Halur hefur alla tíð átt sér þann draum að spila í hljómsveit, en það er eins með þennan draum og marga aðra, hann verður einungis minning um hljóm. Halur heyrði í afar þéttu bandi á heimleið í kvöld, sambland af blæstri, sígaunum, slætti og rokki, nokkuð sem sökkar feitt. Platan var þó ekki til í búðinni, var víst Nix Nolte ef Halur man rétt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home