miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Hitti

Halur aldrei þessu vant mann á gangi nýverið, ekki þó hinn sama og ekur ljóslausri bifreið um vegi og vegleysur. Maður þessi vissi af áhuga Hals á kynlífsmálum en jafnframt að reynsla hans og geta væri verri en engin ef allt er með tekið og svo framvegis; vildi hann gefa Hali ráð með sögu þessari. Vildi hann þar og því ólmur segja Hali af konu, sem verið hafði þrígift, en eigi stundað kynlíf til þessa. Fyrsti maðurinn var of gamall sagði hún, annar var hommi og sá þriðji framsóknarmaður (skýrir sig sjálft).

Halur kvað í kjölfarið:

Kynlíf veldur kannski þér,
kveisusting og harmi,
en engan dráttinn öðlast hér
með endalausu jarmi.

Kona þessi mun enn vera á markaðnum og síðast fréttist af henni á Melrakkasléttu á leið austur fyrir í gljúfur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home