sunnudagur, nóvember 20, 2005

Sökum

þess að enginn hefir komið og trommað fyrir litla manninn í skúrnum, þá snýr Halur sér í hring og býður þeim er vilja hornbaðkar með nuddi til kaups á hálfvirði; fylgir með vængur fyrir sturtuna þannig að gólfið blotnar minna eða eigi. Karið er ónotað að öllu leyti nema því að Halur hefir einu sinni lagst þar votur til reynslu og ef e-ð er, þá ætti það að auka áhuga allra á þessu sérlega aðlaðandi kari með væng. Annars er nærri ómögulegt að koma út notuðum hlutum (baðkarið er ónotað!), allir vilja að því er virðist kaupa allt eða flest nýtt. Halur býst við sams konar áhugaleysi á karinu og trommunum, en innbyggð bjartsýni hans að vetri til, segir honum að eitthvað muni gerast í þessum efnum bráðlega. Það mátti sjá á köttunum í Vinaminni í dag að þeir eru bara nokkuð bjartsýnir og glaðir miðað við árstíma, sérlega Máni blessaður. Enda ekki skrítið eftir að hafa endurheimt "móður" sína úr æfingum einhverjum sem Halur kann engin skil á.

1 Comments:

At 8:05 e.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Halur heyrði því fleygt í dag að meira að segja pallbílarnir stóru væru á hraðri niðurleið í verði og ætti bara eftir að versna á næsta ári, einn sagði í dag (haft eftir kunnáttumanni!?) að "menn gætu fengið þá fyrir það (eða hvað) sem þeir vildu", en þyrftu að borga olíuna eða gasið sjálfir! Baðkar á hálfvirði eða því sem samið verður um við frúna má því teljast góð kaup. Það þarf enga olíu.

 

Skrifa ummæli

<< Home