sunnudagur, nóvember 27, 2005

Ekkert

er í gangi, ekkert gerist í raun nema það að fleiri tré falla í tilefni jólanna og bókanna. Það tekur á að hlusta á gagnrýnendur og lesa dóma um flóðið. Halur telur gagnrýnendur vera farna að skipta bókum eftir kyni höfundar og brátt er því botninum náð. Nú er Halur að lesa aftur Paul Auster eftir langt hlé, átti tvær bækur ólesnar eftir hann í hillu, alltof smátt letur reyndar. Sagt hefur verið að lesa eigi bækur á sama hraða og þær hafi verið skrifaðar eða ritaðar. Hali lýst vel á slíkar hugmyndir enda með afbriðgum seinn að lesa "betri" bækur; les sömu setningarnar aftur og aftur, endurtekur sig í sífellu og finnst það bara í lagi. Margt annars sem framhjá færi. Hvernig færi fyrir þessum nokkrum gagnrýnendum sem lesa "allt" í flóðinu ef þeir notuðust við ofangreinda aðferð?

Halur kvað:
Enginn maður endist hér
að enda þessa vísu hér,
því er best að skála
með skáldinu Hála,

sem skammtar orðin handa mér.

Halur mælir annars með skíðagöngu á næstunni fremur en "streitumagajólasári".

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home