laugardagur, desember 03, 2005

Hrikaleg

mistök voru það á sínum tíma að fara ekki á tónleikana með The Clash þegar þeir rákust hingað á skerið. Það var fyrirgefanlegt sökum aldurs að missa af Zeppelin en samt stóð Halur utan við Höllina þegar þeir voru að spila og sennilega uppá sitt besta. Nú stendur til að skella sér á Antony og verður það væntanlega svolítið öðruvísi en margt annað. Það er gott að skella Klössurunum á spilarann eftir skíðadag og vinnu í baðherbergi sem þar með er fullklárað, klárað nægir og húsfreyjan í Vinaminni á allan heiðurinn af. Klassararnir hafa þennan orgínal kraft sem til þarf eða þurfti til að skilja á milli frá öllum hinum sem reyndu en tókst ekki; sama með Neil Young sem aldrei fer úr spilaranum, hann laumar sér þangað með reglulegu millibili og þrátt fyrir öll árin, sukkið og sjúkdóma er hann stæltur í tónlistinni. Aðrir koma þarna í humátt á eftir og verða eigi nefndir í dag, en gætu allt eins verið á blaðinu eða hlaðinu, það væri ekki verra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home