miðvikudagur, desember 07, 2005

Skagafjörður

skreytir sig með mörgu. Eyjarnar sem allir þekkja og í huga hafa, snyrtimennska, hross, landrými og lengd fjarðarins með meiru. Eitt kom Hali á óvart í síðustu ferð á Krókinn, ferð sem er eftirminnileg fyrir margar sakir, ekki hvað síst sökum þess að margir einstaklingar urðu á vegi hans sem ekki finnast svo margir enn hér á landi - einstakir, en þá segja sumir að það gildi um alla! Svo má vera. Halur mætti bifreið með númeraskilti sem á stóð "INSANE" ef sjónin hefur numið þetta rétt. Númeraskilti eða -plötur eru á vissan hátta góð breyting frá fyrra ástandi þar sem R 49 eða A 23 gengu kaupum og sölum og einhver verðmæti eða mikilmennska fylgdi af hálfu þess er átti (skrítið með dauða hluti og vinsældir þeirra á Íslandi). Verra finnst einhverjum að eigi er lengur unnt að vita hver ekur eða rekur næsta bíl þar sem númerin eru ekki landshlutatengd; á Akureyri eru flestir bílstjórar og framsætisþegar í fullri vinnu við að horfa á gangandi eða akandi fólk. Þannig má segja að allir séu meira og minna "INSANE" bak við stýrið, með réttu eða röngu númeri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home