fimmtudagur, desember 08, 2005

Að breyta brauði

verður að teljast einfalt mál eftir að Halur komst að slíku. Málum er nefnilega svo háttað að hann hefir nærri alla sína seinni hundstíð hefur tekið með sér brauð í eða til "vinnu" og þá til næringar en ekki hressingar nema að litlu leyti. Undanfarið hefir hann verið með kreppubrauð úr einu bakaría staðarins en það minnir á brauð sem unnið hefur verið úr hveiti, þ.e. endurvinnanlegt (ekki vinalegt) hveiti eins og endurvinnanlegur pappír. Brauði þessu má breyta á marga vegu en best er þó að opna samlokuna og strá graskersfræjum á milli, loka aftur og borða. Þanng mætti strá alls kyns hlutum þarna á milli sem ekki flokkast undir venjulegt álegg en Halur hefir haft sama áleggið í ríflega 15 ár. Frelsarinn breytti ýmsu eins og Halur reynir að apa eftir.

2 Comments:

At 2:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bíddu nú við, ætlarðu að fara að setja graskersfræ ofan á Gudbrandsdalsostinn? Ég held að líða mundi yfir norðmenn sem fréttu af slíkum helgispjöllum ;)

 
At 8:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það má einnig að borða þau stök úr hendi og kannski best að gera það hér eftir.
Halur

 

Skrifa ummæli

<< Home