þriðjudagur, desember 27, 2005

Alltaf koma

sumir hlutir aftur og aftur upp á yfirborðið. Hver man ekki eftir Umba, umboðsmanni biskups er sendur var undir Jökul til að kanna stöðu mála í söfnuði á Snæfellsnesi. Halur hefir lengi stundað rannsóknir á útlenskum veiðisvæðum, ekki ósvipað og Umbi átti að gera fyrir vestan, meira svona til gamans en nokkurs annars. Það er Hali því sérstakt tilhlökkunarefni að nú hyllir loks undir för til Kóla-skagans stóra og mikla þar sem ennþá munu flestir hlutir óhreyfðir frá fyrri tíð nema þeir er kjarnakljúfar hafa hreyft við. "Sá sem ekki veiðir (lifir) í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni." Einungis helsótt eða annað álíka kemur í veg fyrir slíka för héðan af. Þeir sem muna eftir Umba, vita þá það að Halur verður vonandi í Umba við fluguæfingar með haustinu. Þar mun víst sá stóri leynast og jafnvel sýna sig öðru hvoru. Skjálftinn er hafinn á bakkanum.

4 Comments:

At 11:26 f.h., Blogger ærir said...

Er fullt í þessa ferð? Er hægt að kveða sig inn í hana? Eða gildir enn að hann lét boð út ganga að allir skildu láta skrásetja sig sem vilja fara og veiða með Hali á Kólaskaga.

 
At 5:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vinurinn í vesturálfu er vonandi kominn með pláss, hann allavega segir allt og öllum sem vilja (og vilja ekki) heyra að hann sé að fara með þér í veiðiferð á Kólaskaga. k

 
At 7:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

"Vinurinn" á öruggt pláss þannig að hann getur búist við "fön-tali" frá Hali hvenær sem er. Það sýnist þó vera svo mikill áhugi á þessari ferð að Halur verður að skipuleggja fleiri í framtíðinni!

 
At 10:38 e.h., Blogger ærir said...

Vonandi kemst ég í veiðskóla,
með vini mínum Hali.
Skunda mun á Skaga Kóla,
ef skammt eg fæ af fön-tali.

 

Skrifa ummæli

<< Home