föstudagur, desember 23, 2005

Nú fer aftur að birta

til ef mið er tekið af vetrarsólstöðum, en Hali hefur í seinni tíð þótt nokkuð mikið koma til þessara tímamóta sem og annarra svipaðra. Mörsugur byrjar á svipuðum tíma ef minnið blekkir ekki, en ljóst að það gerir það æ oftar, það hefur Halur rekið sig á undanfarið. Nefna má að hanskar Hals úr flísefni, reyndar komnir nokkuð til ára sinna og slitnir, nærri götóttir og e-r sjálfsagt væru búir að henda, eru týndir. Verra er að búðin sem þeir gætu hugsanlega verið í er ekki sú sem skemmtilegast er að fara í á þessum árstíma þegar alltof margir eru með allt á síðustu stundu. Þannig er reyndar hérlendis árið um kring í mörgu finnst Hali. Önnur búð kemur til greina. En fyrst og fremst er rétt að horfa fram á við og sjá birtuna koma smám saman. Og ganga úti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home