miðvikudagur, desember 28, 2005

Uppgötvun

ársins í ekki-klassík verður að teljast Antony, Antony and the Johnsons. Í milliflokki sannaði Sissel að rödd hennar er engri eða fáum lík á konserti, sama með Antony. Annars kemur það ekki á óvart að leiklistin sé dauð á Íslandi, sama hvað reynt er að berjast við, en Halur hefir þó litla (og minnkandi, enda uppgjöf nærri) reynslu í leikhúsi eða leiksjónvarpi; veit þó að Englendingar geta komið Beckett á þannig form svo unun er að fylgjst með (langt síðan)! Kannski er eins komið fyrir diskaflóðinu og bókaflóðinu á Íslandi. Fyrir utan ljósmyndir sem Halur tók á árinu, sem standa ekki upp úr, má nefna að sumt kom verulega á óvart í sínema, t.d. Sin City, enda slíkur stíll ætíð hrifið Hal, Sideways var einnig góð á sinn hátt og allt í lagi að skreppa þarna suður eftir og fá sér sopa, t.d. í kjölfar veiðiferðar!! Nú er nóg komið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home