mánudagur, janúar 02, 2006

Öfugt

við það sem margir halda, þá er Halur nýjungagjarn með afbrigðum eða það telur hann. Hann hefir byrjað árið með alls kyns nýbreytni eins og að ganga mót sólu, andstreymis, ganga ekki eftir sólarklukku, ganga þannig á nýjum stöðum er hann þekkir eigi og hefir forðast á stundum áður fyrr. Ganga á móti straumnum en þó með honum einnig. Á sama hátt mun hann reyna endurbætur á biluðu hugsanaverki, ekki gangverki, það er eitt af fáu sem virkar enn hjá honum flesta daga og hikstar eigi. Margt nýtt mun Halur reyna að reyna á nýja árinu ef almættið leyfir. Hann mælir einnig með því að menn bjóði sér sjálfir í kaffi og meðí ef því er að skipta, en Íslendingar (og þar með talinn sennilegast Halur), eru meira og minna búnir að taka upp ósiði annarra þjóða, þannig að hafa þarf margra daga eða vikna fyrirvara á því sem kallað er "heimboð" eða bara að kíkja í heimsókn!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home