Komst
ekki á tónleikana í Höllinni (kaupi á netinu síðar vonandi), en frúin kom að sunnan og færði "fair trade" kaffi frá Ítalíu, sem þrátt fyrir allt er eina sanna kaffið (alhæfing- nei!), unnið með öðrum aðferðum en þetta hefðbundna. Bætti tónleikana upp með því að fá mér bolla af espressó og hlustaði á Dylan, "Blonde On Blonde" er sannarlega meistaraverk og ekki er hún síðri skífan "Time out of Mind", sama reyndar hvað það er með kallinum, hann hefur samið soddann haug af tón- og textasnilld í sinni grein! Ítalska aðferðin er að hita baunirnar við tiltölulega lágan hita (213 gráður í 13 mínútur). Þetta er öfugt við hina svo kölluðu "íslensk-amerísku" aðferð (en þar eru baunirnar fyrst forhitaðar og síðan brenndar við hærra hitastig). Þessa upplýsingar fengnar frá Einari í Kaffiboði. Kaffi er sitthvað eins og allt annað. Frúin lagði sannarlega talsvert á sig að ná í ítalska kaffipoka fyrir Hal, kanna til mjólkurflóunar fylgdi með í skottinu. Ótrúlegt hvað gert er fyrir Hal.
1 Comments:
það er gott að vita að enn er til manngæska.
Skrifa ummæli
<< Home