laugardagur, janúar 07, 2006

Fögnuður

ríkir í huga Hals þegar hann sér að sumir reyna enn að hindra náttúrueyðingu aldarinnar og þeirra sem á eftir koma (þetta hættir aldrei), því tónleikarnir í kvöld eru virkilega efnilegir hvað mótmæli varðar í ekki-lýðræðisríkinu Íslandi. Sjálfsagt væri eina leiðin að stöðva þetta að tala við Marv, hann er bæði góður og illur. Það er annars alltaf tími og tækifæri til að vera góður eða bæta sig, það hefur Halur séð í samskiptum við kettina tvo, sem sakna móður sinnar; Halur hefur reynt að strjúka þeim og hann Máni, fullur af góðmennsku, var í hamingjurúsi er Ísak tók hann uppá sína arma i morgunsárið, smá leikur og strok, það nægir. Þeir bíða hins vegar eftir móður sinni og allsherjar kattarfræðingi Vinaminnis, sem og aðrir heimafyrir. Það er alltaf fögnuður þegar húsfreyjan kemur heim, jafnvel eftir stutta fjarveru.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home