föstudagur, janúar 20, 2006

Sannleikurinn, síðasta takan og sú mikilvægasta!

Sannleikurinn kemur stundum fram síðar ofan jarðar, en sumir halda. Fátt eitt gæti Halur í verk komið nema væri fyrir tilstuðlan húsfreyjunnar í Vinaminni. Hún hefir stundum verið að vesenast með þetta nám sitt og sérstaklega það, að lítið hafi nú út úr náminu komið. Því er til að svara, að þótt ekki væri nema fátt eitt af því fram tekið eða talið, sem Halur hefir lært af setu hennar í sölum þess skóla er rekinn er hér í bæ, þá hefir skólavistin borgað sig. Lítið dæmi er hugtakið "tímastjórnun". Það lærði Halur að tímastjórnun er lykillinn að farsæld í starfi (einn af nokkrum segja sumir, en hinir nýtast lítt ef enginn er tíminn aflögu). Skrif þessi eru möguleg sökum tímastjórnunar (nú má brosa). Þar sannast að velgengni ræðst ekki hvað síst af því, sem maður lærir af öðrum; sérstaklega húsfreyjunni og Halur væri hælismatur án hennar.

1 Comments:

At 1:23 e.h., Blogger Guðný Pálína said...

Húsfreyju er orða vant - aldrei þessu vant. Gott að til þess að vita að Halur kann að meta framlag hennar, þó sjálfri finnist henni það stundum ekki mikils vert.

 

Skrifa ummæli

<< Home