föstudagur, janúar 13, 2006

Sannleikurinn, taka tvö

er næst á dagskrá. Halur var að væflast e-ð um jólin og rakst þar á eldri son (sinn) þeirra Vinaminnishjóna en sá var nýlega risinn úr rekkju enda brátt myrkur á ný úti við. Strákurinn kastaði þessari kveðju til Hals: "Maðurinn sem aldrei sefur!" Er einhver sannleikur í orðum þessum? Svefn er hins vegar fyrirbæri sem mannskepnan veit lítið að viti um þannig að það teljist áreiðanlegt, en öll vísindi eru í eðli sínu óáreiðanleg og unnt afsanna. Nota má orðið svefn um allt annað en hinn venjubundna svefn, svefn eða hvíld, það vita allir, en samt sem áður má deila um hversu mikla hvíld maðurinn hlýtur eftir svefninn. Svefn og draumar eru annað viðfangsefni sem Halur hefir stolist að lesa sér aðeins til um í kellíngabókum, en þar er sjaldan ein báran stök og versnar þegar kemur að (sálar) dulfræði svefnsins. Þvagfæralæknar segja að sálin sé í hvekk (blöðruhálskirtli) karla, en hvar hún leynist í konum er vart vitað, ef flett er í kverum. Það mál mætti betur kanna.

1 Comments:

At 6:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ekki efa ég að þvagfæralæknar viti lengra nefi sínu. ef sál karla er í hvekknum, gæti sál kvenna ekki verið þar líka? karlmenn eru þá vörslumenn kvensála og karlmannslausar konur þ.a.l. sálarlausar...

ætla að stofna sértrúarsöfnuð utanum þessi fræði, kannski kemst ég í kastljósið

 

Skrifa ummæli

<< Home