föstudagur, janúar 13, 2006

Sannleikurinn

reynist oft á tíðum lygilegur. Halur hefir nýlokið lestri bókar, sem mun vera skáldsaga og heitir "Flugdrekahlauparinn" eftir Khaled Hosseini og gerist að mestu í því stíðshrjáða landi Afganistan; mest vissi Halur lítið um land þetta fyrir lesturinn, en eftir á veit hann öllu meira þótt ekki nema lítið brot af því sem þar kemur fram, væri sannleikanum samkvæmt. Höfundinum tekst að koma til skila e-s konar fræðslu um hörmungar þessa lands, sem liggur þar nærri, hvar menningin var fóstruð í árdaga (ekki á Íslandi þótt halda mætti slíkt ef fjölmiðlar réðu hérlendir), sem og söguþræði er löngum heldur manni við efnið og persónum er hrífa eður ei með gjörðum sínum, handritið er í söguformi! Honum tekst að mestu að komast hjá "Lolly-wood" endi. Bókarkápan á íslensku útgáfunni er afbragðsgóð. Þegar hugsað er til sannleikans þá er rétt að hugsa til stofnfrumurannsakandans Hwang Woo-suk og stofnfrumukonunnar íslensku sem segist geta talað við stofnfrumur; hverju má eða skal trúa? Það skánar vart þegar fjallað er um styrjaldir eða hörmungar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home