fimmtudagur, janúar 26, 2006

"Rum Sodomy and the Lash"

er eitt af meistaraverkum Shane MacGowan sem lék í The Pogues, einni örfárra sveita sem tekist hefir að sameina arfleiðina með nýjungum. Eigi er vitað hversu mikið hann hefir drukkið af etanóli um dagana í mismunandi myndum eða styrk og enn síður hvar hann heldur til þessa stundina, nema ef væri nærri írskri krá. Hins vegar er ljóst að stundir þær, sem hann settist örlítið afsíðis með flöskuna og nóteraði lög og kvæði, verða að teljast vel lukkaðar. Shane MacGowan er sannarlega enginn meðalmaður. Greinilegt að sumir hafa átt stærri og meiri kvóta en aðrir.

1 Comments:

At 12:12 e.h., Blogger ærir said...

Sendi þér vinur minn ljóðið Mjallarhvíta klósettrúllan mín.

Um málefnin meistarinn fjallar
margvíslegum nöfnum þau kallar
en pappírslaus
minnist daus
rúllunar hvítu sem mjallar

 

Skrifa ummæli

<< Home