miðvikudagur, janúar 25, 2006

Pappírslaust

umhverfi, pappírslaus viðskipti, rafræn kerfi alls konar eru málið í dag. Pappírsleysið er stöku sinnum erfitt í upphafi. Breytingin að fá eigi lengur í hendur þykkar möppur með upplýsingum hverju sinni, heldur þurfa að lesa allt af skjá, reynist nokkuð þungvinn nema hugarfarið sé gott; best er að hugsa til regnskóganna, en samt sem áður virðist pappírinn minnka lítið , a. m. k. sums staðar. Sennilega er betra að sitja framan við skjáinn og líta yfir e-ð sem máli skiptir fremur en að prenta út eða fara á fund. Það má vel sofa á fundum, þótt sumum finnist það leiðigjarnt; einnig má biðja um salernisleyfi eða segjast vera slæmur í maganum.

Eina herbergið eða stöðin, sem sennilega verður fyrst um sinn hvorki pappírs- né vatnslaus er salernisstöðin, salernið. Pappírslaus viðskipti á salerninu eru eigi langt á veg komin í Vinaminni enda vel yfir 200 rúllur á skúrnum sem bíða notkunar í viðskiptum við þarma- og þvagvegi.

2 Comments:

At 9:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

"pappírslaus viðskipti á salerninu" tíhí - snilld:-)

 
At 12:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halur þakkar, en finnst jafnframt skrítið að engin "grúppa" hafi beðið hann um að útfæra þessa hugmynd í hagnaðarskyni!

 

Skrifa ummæli

<< Home