þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Sérkennilegt

er að velta fyrir sér byggingalist á Íslandi, þ. m. t. í Skagafirði. Þegar gamla sjúkrahúsið var byggt, þá var það venja að hafa hátt til lofts, nota litla hljóðeinangrun þannig að orð læknanna hljómuðu eins og talað væri í helli og ekkert færi til spillis. Engir aðrir töluðu og sjúklingarnir allra síst. Skemmtilegast er þetta á gamla salerninu á jarðhæðinni; þar er snýr dósin þannig að erfitt væri fyrir fótalengri mann en Hal að komast fyrir, en lengd herbergis er nægileg. Hæðin er hins vegar slík að hafa mætti efri og neðri hæð, allt eftir því hvað gera skyldi. Hávaxnir reka sig ekki upp undir. Þegar talað er úr endagörn innan rýmis salernis, þá fer hljóðið í hring. Loftun er þar ágæt. Annað skemmtilegt sem enn er til staðar í Skagafirði og þá á Sauðárkróki, er venja sú að vita hver er næsti maður sem þú mætir á förnum vegi, hvort heldur í bíl, á göngu eða kaffihúsi (bakaríinu). Það kveður svo rammt að þessu, að gengið var nærri Hali þar sem hann sat og borðaði bakkelsi fyrir pening sem frúin lét hann fá áður en hann fór að heiman, þannig að tvær eldri konur horfðu vandlega í augu Hals í von um að þekkja þennan ókennilega mann, sem reyndar var klæddur í sinn venjulega þjóðbúning. Þær vissu síður tvær, að sennilega er Halur þeim skyldur í 4 lið hið minnsta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home