miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Framboð

til sveitastjórnar stendur Hali nærri. Til þess eru ærnar ástæður. Halur er frjálsyndur maður en þó vill hann hafa reglu á hlutunum, jafnvel lögmál í gildi. Hann er félagslyndur en þrífst illa í hóp. Hann vill að fólk eigi að vita hvenær það megi trufla hann. Hann vill framfarir á öllum sviðum nema þeim sem gætu dregið úr gildi og mikilvægi hans sjálfs eða verka hans. Hann er meðlimur í Sögunarfélagi Eyjafjarðar (hefir fengið inngöngutilboð), verið nærri því að ganga í frímúrararegluna þegar hann var yngri, átti bankabók í Sparisjóði Önundarfjarðar (handskrifaðar inn- og úttektir) og hefur staðið nálægt og horft á sveitastjórnarmenn halda ræður. Hann er því mörgum kostum búinn sem gerir hann fýsilegan kost í framboði. Hann er fæddur leiðtogi en fáir fylgja honum. Hann óskar eftir sæti 1-13 á listanum en fremur sæti eitt ef hann mætti velja. Hann á auðvelt með að verða undir í keppni.

1 Comments:

At 3:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er verst að geta ekki kosið á Íslandi til að hjálpa þér á framabraut stjórnmálanna. k

 

Skrifa ummæli

<< Home